laugardagur, maí 19, 2007

Grænir fingur

Í vinnunni minni er reynt að gera huggulegt með blómum. Sem var auðvitað voðalega huggulegt þangað til ég var beðin um að hugsa um þau. Konan sem bað mig um það hefur greinilega ekki séð þetta eina vesæla blóm í gluggakistunni heima hjá mér. Já, eitt vesælt blóm sem ég næ ekki einu sinni að halda lífi í. Það deyr og lifnar við til skiptis. Til allrar lukku eru flest blómin í vinnunni harðgerð og þola mig því þokkalega. Sum eru orðin e-ð vesæl og leið en flest fíla mig vel.

Ég settist út á pall í fyrsta skipti í gær. Það var komið sumar!! Krakkarnir á móti kíktu og Hjörtur bauð upp á bjór. Já, sumarið var komið. Samt var um 5 stiga hiti gæti ég trúað :Þ En sólin skein og yljaði okkur.

Sólin er ekkert að fela sig í dag heldur, heyrist á Hirti ferðinni heitið upp á lóð. Fyrsta ferð af örugglega mörgum næstu mánuðina.

Blefs í bili...