mánudagur, júlí 09, 2007

Humarhátíð í Mosfellsbæ

Við Ragnhildur erum orðnar árinu eldri - bara 6 dagar milli afmælanna okkar og við áttum báðar ágætis afmælisdaga. Ragnhildur var á Humarhátíð á Höfn með ömmum sínum og öfum og Írisi, Sævari og Hlyni. Já og auðvitað fékk Hrafn að fara líka. Hún á svo ótrúlega góðar frænkur á Höfn sem bökuðu köku handa henni og hún fékk fullt af gjöfum.
Okkur var svo boðið í mat til tengdó á afmælisdaginn minn - eeelska að vera boðið í mat. Ekki verra þegar maturinn er svona rosalega góður. Ég fékk líka fullt af afmælispökkum :)

Við Hjörtur fengum svo okkar Humarhátíð í gær þegar mamma (eða Össi og Sævar) grillaði humarinn sem hún vann á Höfn. Hrriiiiikalega gott maður!!

Þá er það spurning dagsins - hvenær komumst við Hjörtur á Humarhátíð?? Veit ekki í hvað mörg ár við höfum ætlað en alltaf e-ð komið í veg fyrir það.
Vonandi næst.