miðvikudagur, maí 30, 2007

Kárahnjúkar

Ég bara skil ekki hvernig við íslendingar náum að horfa fram hjá svona ómanneskjulegri framkomu við fólk í okkar landi eins og er að gerast í vinnubúðunum á Kárahnjúkum og auðvitað miklu víðar. Ég skil ekki að þeir íslendingar sem vinna þarna og verða vitni að þessu öllu séu ekki háværari. Hvar eru Kastljós og Kompás búnir að vera allan þennan tíma? Ég hef allavega ekki orðið vör við nema smáfréttir af þessum málum. Þessi stelpa er þó að bakka upp sögur Portúgalans, húrra fyrir henni! Þora ekki fleiri?

Ég hef heyrt alls konar réttlætingar á viðbjóðnum sem útlendingar hér búa við en ég bara skil ekki hvernig er hægt að horfa upp á annað fólk (sama hverrar þjóðar það er) búa við lélegar aðstæður í landi þar sem heimamenn velta fyrir sér á sunnudegi hvort þeir eigi að velja að fara til London næstu helgi eða kaupa sér flatskjá. Gera svo sennilega bæði. Bíða kannski með flatskjáinn fram á næsta visa-tímabil eða kaupa hann í fríhöfninni.

Svo sitja allir (sumir) við sínar tölvur og pirrast á þessu og gera ekki neitt. Eins og ég. Enda veit ég ekkert hvað ég ætti að gera annað.