mánudagur, maí 28, 2007

Heilapróf og Suðurnesin

Mér finnst voða gaman að taka alls konar próf á netinu, ef þau taka ekki allt of langan tíma. Ég tók þetta áðan og niðurstaðan var þessi:

Klara, you are Left-brained

Most left-brained people like you feel at ease in situations requiring verbal ability, attention to detail, and linear, analytical ability. Whether you know it or not, you are a much stronger written communicator than many, able to get your ideas across better than others. It's also likely that you are methodical and efficient at many things that you do. You could also be good at math, particularly algebra, which is based on very strict rules that make sense to your logical mind.


Svo var hægt að kaupa nánari niðurstöður. Soldið skondið að lesa þetta, ætli það sé tilviljun hversu vel þetta passar?

Við fórum í Sandgerði í dag. Þetta var þriðja ferðin okkar á Suðurnesin gagngert til að skoða klæðningar. Við erum loksins búin að ákveða klæðningu eftir langa umhugsun - erum ekki þau sneggstu í að taka ákvarðanir yfir höfuð, hvað þá þegar svona mikið liggur við.
Við réttlættum þessa ferð með því að fara í sund í leiðinni. Það er voða skemmtileg sundlaug í Keflavík, mæli með henni fyrir litla kroppa. Kíktum síðan í kaffi til Hrafnhildar móðu sem bauð upp á vöfflur. Ekki slæmt það og allt var étið upp til agna.

Stutt vinnuvika fram undan og svo styttist bara í sumarið.