Hvalabrjálæðið
Er að hlusta á umræður um hvalveiðarnar í útvarpinu. Nenni yfirleitt ekki að spá í svona málum - finnst þau frekar leiðinleg, en ég skil samt ekki af hverju það má ekki veiða hvali eins og önnur dýr sem eru veidd. Mér skilst að þeir séu ekki í útrýmingarhættu og skil ekki þessar heitu tilfinningar sem útlendingar bera til hvala. Þetta jaðrar við geðveiki svei mér þá. Það er ekki verið að tala um að skjóta hundana þeirra eða önnur heimilisdýr - heldur hvali.
Ég hef farið í hvalaskoðun nokkrum sinnum og það var mjög gaman. Það má samt alveg veiða þessi dýr fyrir mér. Óþarfi kannski að gera það við hliðina á hvalaskoðunarskipunum eða alveg upp við ströndina, en halda þeir sig ekki einhversstaðar annarsstaðar líka?? Eða hvernig er það? Eru þeir bara að þvælast hér við strendurnar þar sem túristarnir eru að skoða þá?
Það er mér alls ekkert hjartans mál að hvalir séu veiddir samt. Skil alveg sjónarmið þeirra sem eru á móti hvalveiðum. Þetta er til dæmis mjög heitt mál fyrir Sigga frænda, m.a. út af verkefninu WOW (Whale (watching) on wheels) sem er mjög sniðugt og örugglega skemmtilegt.
Búin að kaupa fyrstu jólagjöfina. Keypti hana á netinu og held að hún eigi eftir að slá í gegn. Ætla samt ekki að segja hver fær hana og frá hverjum hún er. Þarf nefnilega ekki að vera frá mér þó ég hafi keypt hana. Ta ta ta tammm.