1. getraun
Var með yfirlýsingar á síðunni hans Hjartar um að vera með skemmtilegri getraun en hann svo nú er um að gera að standa sig!!
Ég ætla að byrja á vísbendingaspurningu og reglurnar eru þannig að fyrsta vísbending er mjög víð, sú næsta aðeins þrengri og svo koll af kolli. Sá sem fyrst getur rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þrjá bjóra í Spóahöfðanum - við fyrsta tækifæri. Sá sem fyrst getur rétt við annarri fær tvo og sá sem fyrst getur rétt við þriðju vísbendingu eða þar á eftir fær einn bjór. Svona held ég að ég eigi séns í að toppa Hjört, þ.e. ekki bara skemmtilegri getraun heldur einnig veglegri vinningar og meira í húfi. Hvað segiði um það?
Var komin með eina rosalega þunga en vil frekar taka þetta stigvaxandi svo þessi verður ekkert slæm.
Fyrsta vísbending:
Spurt er um dýr.
Einn, tveir og byrja.