mánudagur, október 30, 2006

Nýtt lúkk

Var í klippingu. Klippikonan mín var að koma af sýningu í London og ég er því klippt eftir nýjustu tísku - létt að aftan og þungt fram. Skiluru?

Mér finnst samt alltaf pínu erfitt að venjast svona nýjum klippingum, bæði útlitslega og greiðslulega. Átti ágætlega auðvelt með að ráða við síðustu klippingu en hef á tilfinningunni að ég eigi ekki eins auðvelt með að ráða við þessa. Kemur í ljós. Kannski rýkur bjútístuðullinn upp með þessari??

Svo var Elsa vinkona að skíra snúðinn sinn - hann heitir Bergur. Finnst ykkur það ekki fallegt nafn? Mér.