miðvikudagur, júlí 11, 2007

Tannpína?

Ég fór til tannlæknis í dag. Ég hef fengið verk út frá framtönninni síðasta hálfa árið og af því ég er svo tannlæknafælin hef ég ekki þorað að fara fyrr. Síðan er verkurinn alltaf að færast í aukana og var orðin nær óbærilegur fyrir nokkrum dögum. Ég hringdi því í tannsa sem átti ekki lausan tíma. Næsta ráð var því að hringja í Berglindi sem alltaf nennir að bjarga manni og bað hana að fá ábendingu um góðan tannsa hjá vinkonu sinni - tannlæknanema og tannlæknadóttur. Glætan að ég hleypi hverjum sem er upp í mig!!
Tannlæknapabbinn var svo indæll að bjóða mér að koma til sín þó hann væri í sumarfríi og ég fór og lýsti tannpínunni. Eftir tvær myndatökur og gott lúkk upp í mig kom í ljós að ég var bara alls ekkert með tannpínu!!
Kræst hvað ég skammaðist mín - búin að ræsa manninn úr sumarfríinu... ohhh. Svo er ég e-ð svo dofin þessa dagana að ég hafði ekki rænu á að þakka manninum almenninlega fyrir!!
Vanþakkláta barn hefur hann örugglega hugsað með sér. En ég er mjööög þakklát þó ég hafi ekki sýnt það nógu vel, svona ef þú skildir lesa síðuna mína indæli tannlæknir :)