fimmtudagur, júlí 19, 2007

Vestfirðir - smá viðbót

Við vorum að detta í hús, létum langþráðan draum rætast og heimsóttum Vestfirðina, eyddum þar einni viku með tjaldvagninn í eftirdragi. Það er ofsalega fallegt á Vestfjörðunum og gaman að skoða nýja staði. Ég held ég hafi aldrei keyrt þarna um, bara flogið þegar ég var barn.
Við skoðuðum að sjálfsögðu Galdrasýninguna á Hólmavík og Kotbýli kuklarans. Mæli hiklaust með því!! Siggi frændi stóð sig að sjálfsögðu í stykkinu sem galdrakarlinn og Hrafn Elísberg er alveg með hann á heilanum, var alltaf að bíða eftir því að fara aftur að heimsækja Sigga. Hann fór líka með karlana og stærri börnin út á bát þar sem þau sáu sel og hval og náðu að veiða smá titt.
Ef ég hefði komist í sund hefðum við farið í pottana á Drangsnesi og eitthvað af þessum náttúrulaugum. En hinir hefðu sko getað farið - ég bannaði ekkert :) Pála og Kiddi buðu okkur svo í mat á Ísafirði, ofsalega notalegt og gaman að sjá bæinn þeirra.
Þetta var því alveg frábær ferð í alla staði.

Ég er oft ekkert æðislegur ferðafélagi þessa dagana en sem betur fer eru Nonni og Berglind svo einstök að þau þoldu mig í heila viku!! Kalla það bara ágætt. Glataðast fannst mér að komast ekki í sund í góða veðrinu en við náðum ekki að skoða allt sem við ætluðum okkur svo við verðum að fara aftur, fer þá í þessa potta og laugar :)
Þó ég sé ekkert æðislegur ferðafélagi oftast gat ég stundum líka verið æðislegur félagi, huhu. Við afrekuðum það eitt kvöldið að hlæja svo mikið að Berglind datt af stólnum og Ragnhildur vaknaði við okkur. Henni fannst frekar fyndið að heyra að við vorum varla byrjuð að tala þegar hinir voru farnir að hlæja að því sem sagt var. Þetta var auðvitað "Aðal kvöldið" hehe.

En hugsanlega meira um ferðina síðar - nú ætla ég að koma börnunum í háttinn.

p.s. Nonni skrifaði aðeins nánari ferðalýsingu hér.