laugardagur, júlí 03, 2004

Hello Iceland

Við vorum að koma úr bústað við Limafjörðinn. Vorum þar með mömmu og pabba, Írisi, Sævari og Hlyni. Það var æðislegt og sem betur fer fengum við nokkra góða veðurdaga, leit ekki vel út fyrri part vikunnar. Annars á sumarið að byrja á þriðjudaginn, sem er týpískt þar sem við förum á miðvikudaginn... En það er allt í lagi.
En bústaðaferðin var rosalega notaleg, borðuðum, drukkum, horfðum á EM og skoðuðum okkur um. Minni kúturinn minn fékk flensu en það stóð ekki lengi yfir svo það var allt í lagi. Svo mikið hörkutól.
En við erum s.s. komin aftur til Horsens og svo er það bara Hello Iceland á miðvikudaginn, eða aðfaranótt fimmtudags reyndar. Verður gaman að koma heim í húsið sitt aftur. Blendnar tilfinningar en samt tilhlökkunarefni.
Það er að koma matur hjá hótel mömmu, ohhhhh hvað það er gott að láta alltaf elda ofan í sig!! Melda mig síðar.