fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Stelpurnar og strákarnir þeirra eru að koma á morgun í dvergalengjuna. Það er svo langt síðan við höfum hist og svo eru Hrönn og Helgi eru á landinu sem er auðvitað extra bónus. Við ætlum að elda lax, lúxus hjá mér - Ásdís verslar, Hrönn býr til desert og ég veit ekki alveg hver eldar en ég get nú hjálpað til við það. Best ég kaupi mér hvítvín að sötra með fiskinum og kannski e-ð fram eftir... mmmm
Var að tala við pabba. Hann kemur kannski um næstu helgi. Hann ætlar að rífa allt út af baðherberginu og gera fínt. Það verður frábært, bæði að hitta pabba og fá nýtt baðherbergi.
Svo kemur Hjörtur á morgun, annað kvöld. Ég var frekar fúl að frétta að hann fer aftur á sunnudagskvöldið í staðin fyrir mánudagsmorgun. Urrrr.
Jæja, ganga frá eftir kvöldmatinn...

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Skólinn byrjaðu

Innilotan mín er búin. Henni lauk á matreiðslutíma þar sem við elduðum dýrindis grænmetislasagne og fórum auðveldu leiðina, notuðum frosið grænmeti. Mmmm ég ætla að hafa það í matinn einhverntíman. Viss um að meira að segja Ragnhildi finnist það gott.
Örverurnar voru alls ekki svo slæmar. Meira að segja held ég að þetta verði frekar skemmtilegur kúrs. Hann verður líka þægilegur, 4 verkefni unnin yfir veturinn, byggð aðallega á lesefni sem við fáum og eiginlega allt á ÍSLENSKU!!
Annars erum við Hrafn Elísberg bara ein heima núna, Ragnhildur byrjuð í skólanum. Frekar spennandi að leggja af stað í morgun með skólatöskuna úttroðna af nýja ódýra skóladótinu. Ég átti auðvitað að koma mér af stað í skólanum á meðan Hrafn Elísberg svaf morgunlúrinn sinn en ég bara svaf líka. Hann var svo leiðinlegur í nótt að ég skil bara ekki hvað er með hann. Vonandi fer hann að hætta þessu drengurinn.
Best ég leyfi honum að útskýra þetta fyrir okkur:
bn, v xAXC DVCCC

föstudagur, ágúst 20, 2004

Húsmóðir

Jeminn hvað sjómannskonur heimsins eiga samúð mína alla. Já og mæður okkar sem ólu okkur upp og sáu um heimilið án hjálpar feðranna. Þvílíkar hetjur. Hjörtur er búinn að vera að heiman síðan á mánudag og ég er að gefast upp. Allur þvotturinn sem á eftir að ganga frá, taka til eftir Hrafn Elísberg ca. 40 sinnum á dag - hann er svo handóður, gefa að borða og ganga frá ég veit ekki hvað oft á dag, taka krakkana alltaf með að versla o.s.frv. Ohhhh not my idea of fun.
En ég byrjaði í skólanum í gær, fyrsti tíminn var Næringafræði. Held það verði skemmtilegur kúrs. Held ég hafi valið rétt með að velja heimilisfræðina. Í dag fór ég í valkúrs - Lífsleikni, neytendafræðsla. Líst líka rosalega vel á hann og hlakka til að gera verkefnin. Ég er ekki búin að skoða þau öll en fyrsta er mjög krefjandi, best að fríska upp á sellurnar fyrir það. Við eigum að búa til auglýsingu fyrir 8-10 bekk sem hvetur krakkana til að nýta sér heimalærdómsaðstoð sem boðið er upp á frítt í skólum. Hugmyndir??? Þetta á að vera plakat, A4 eða A3 á stærð og nú verður höfuðið lagt í bleyti. Á morgun fer ég svo í Örverufræði. Það hljómar alls ekki spennandi, en hver veit?? Kannski fell ég bara fyrir örverunum og fíla það í botn.

Später

mánudagur, ágúst 16, 2004

Nettenging

Jæja, þá er ég komin með nettengingu heim. Jibbíkóla.
Það er fínt að vera komin heim en að venju tekur maður sér tíma í að koma sér fyrir, alltaf e-ð annað sem er meira spennandi að gera. Hjörtur er að fara austur í dag en við höldum að hann komi jafnvel heim um helgina. Verður sennilega þannig til að byrja með. Okkur finnst það auðvitað ekki verra og kannski ágætis aðlögun.

Ætla að reyna að koma nýja netfanginu í gagnið í outlookinu, kann e-r á það?