mánudagur, apríl 25, 2005

Skólalok

Nú fer skólanum að ljúka. Þarf að skila nokkrum verkefnum í vikunni og þá er þetta bara komið. Vá hvað ég hlakka til. Kvíði samt líka pínu fyrir því þegar þau bæði krakkarnir eru komnir í frí og fer að leiðast að hanga hér heima með mér því mér á eftir að leiðast að hanga heima. Íris komdu bara aðeins fyrr í sumar og vertu hjá mér. Ohh af hverju hugsaði ég það ekki fyrr?

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Sumarið er komið...

... jaaaá svon'á það að vera. Sólin leikur um mig - aaaalgjörlega bera, lalaralalalalalala (ohh nú verð ég með þetta á heilanum í allan dag)

Gleðilegt sumar elsku þið öll. Það lítur ekki mjög sumarlega út núna, alskýjað ekkert brjálæðislega hlýtt og smá vindur. Ekki að logn sé e-ð sumarmerki á Íslandi svo sem... en það ekkert agalegt veður samt. Við erum búin að vera í fjölskylduleik í dag, byrjuðum daginn á hjólatúr. Rosalega finnst mér frábært að vera komin með hjól. Hjóluðum fram hjá nýja húsinu, stoppuðum við hjá tengdó og svo heim. Þá fóru Hjörtur og Ragnhildur í sund en ég lét Hrafn Elísberg út í vagn að sofa, alveg búinn á því.

En nú er ég að fara að versla fyrir sumargrillið í kvöld...

laugardagur, apríl 16, 2005

Veronica Guerin

Ég var að athuga dagskránna á Stöð 2 í kvöld og sá að það gæti verið ágæt mynd kl. 21.10, Veronica Guerin. Sannsöguleg spennumynd, hljómar ágætlega. Svo kom lýsingin á henni:
"Sannsöguleg verðlaunamynd sem vakti fádæma athygli. Blaðakonan Veronica Guerin starfaði hjá Sunday Independant í Dyflinni. Í hálft annað ár rannsakaði hún umsvif og aðferðir eiturlyfjakónganna í borginni en upplýst var um starfsemi þeirra árið 1996. Veronica fékk fjölmargar hótanir en hún hélt ótrauð sínu striki."
Gott mál, en ég tók síðustu setninguna út:
"Svo fór þó að lokum að hún féll fyrir hendi leigumorðingja."
Er ekki óþarfi að kjafta þessu í dagskránni?

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Næstum því mánuður

Ég er að hugsa um að hafa svona komment mánaðarins bara, alltaf um miðjan mánuð kem ég með e-ð agalega gáfulegt hér inn.

Annars er það að frétta, eins og glöggir lesendur Austurlands að Glettingi hafa tekið eftir, við við erum búin að skrifa undir kauptilboð (og svo gagntilboð...) í íbúð í Spóahöfða. Sem þýðir að Ragnhildur fær langþráð einkaherbergi í október. Henni líst rosalega vel á þetta því flest bekkjarsystkini hennar búa þarna í höfðunum, einhverjir í sömu götu og enn fleiri í næstu götu við. Þetta verður því bara gaman og gott held ég.

Annað ætla ég ekki að segja í dag, góða nótt.