þriðjudagur, desember 28, 2004

Milli jóla og nýárs

Þessi tími verður alltaf svona vandræðatími, maður veit ekki hvort maður á að haga sér eins og á virkum- eða helgidögum. En ég hef eiginlega ákveðið að haga mér eins og á helgidögum bara. Halda áfram að belgja sig út og svona...

fimmtudagur, desember 16, 2004

Julegaver

Fór í Kringluna í morgun og keypti nokkrar jólagjafir, þ.á.m. til Hjartar. Segi ekki hvað, algjört leyndó. Keypti líka handa frænku okkar, vinkonu Ragnhildar og hluta af gjöfinni til Ragnhildar sjálfrar. Veit hún verður ánægð með þann hluta. Þá er bara Hrafn Elísberg eftir og ótrúlegt en satt er það bara erfiðasta gjöfin. Ætlaði að vera sniðug og kaupa föt því hann vantar þau roooosalega en mér finnst bara ekkert til sætt á hann. Held ég verði bara að komast í H&M hið snarasta ;)

miðvikudagur, desember 15, 2004

Heibabbilúla

Jeeees, prófið gekk bara betur en ég þorði að vona. En þannig er það nú svo oft, eiginlega alltaf. Kvöldsvæfa ég gat ekki vakað lengur en til 23.30 svo ég stillti klukkuna á 5.30 og hafði kveikt á lampanum svo ég gæti vaknað sko. Ekki séns í koldimmu að vakna um miðja nótt. Ég vaknaði því "spræk" á tilsettum tíma og hélt lestrinum áfram. Ég held það hafi nú ekki gert gæfumuninn... en það róar mann að komast yfir smá efni rétt fyrir próf.
Skrítið hvað maður fær samt mikið kikk út úr þessu, maður er búinn að magna spennuna upp síðustu daga, finnst maður kunna ekkert og verður stressaðri með hverri mínútunni. Svo kemur maður út og bara voila, komið jólafrí. EKKERT fram undan. Bara næs.

Jú auðvitað er e-ð framundan, koma jólakortunum í umslög og senda, pakka inn gjöfum, ÞRÍFA bæði heimilið og börnin (hefur verið vanrækt að undanförnu), setja í ca 56 vélar, fá gesti í mat á fösutdaginn (víí hvað ég hlakka til, hvað á ég að hafa?) og svo framveigis og svo framveigis.

En þetta eru allt svo skemmtileg verkefni (fyrir utan 56 þvottavélar...).

gúdbæ

þriðjudagur, desember 14, 2004

Bretti brett upp ermar

Prófið kl. 9 í fyrramálið og enn þá fuuuuuullltt eftir að læra. Ég verð bara að vona það besta og læra eins mikið og ég get. Meira getur maður víst ekki gert.

sunnudagur, desember 12, 2004

Money

Það þarf enginn að segja mér að kærastan hans Donalds Trump sé með honum út af einhverju öðru en peningum. A.m.k. ekki hárgreiðslunni...!!

laugardagur, desember 11, 2004

Jólakortin

eru farin að streyma inn um lúguna. Kannski ekki í löngum bunum en er búin að fá tvö. Annað þeirra kom reyndar Berglind með í saumaklúbbinn og Ragnhildur var mjög hneyksluð á því að á umslögunum voru bara nöfn karlanna :/ Mín vill sko jafnrétti!!

jejejejeje

Búin að skila síðasta verkefninu, þessu sem ég átti að skila sama dag og ég fer í prófið. Ohhhhhhh hvað mér finnst það næs, nú er bara að vona að maður standi sig vel í Næringafræðinni...

föstudagur, desember 10, 2004

Hrmpfff

Nenni ekki að læra. Ég er svo léleg að læra svona utanbókar, þetta verður allt horfið úr hausnum á manni eftir viku hvort eð er... ég vil frekar vinna verkefnavinnu, fullt af verkefnum og læra miklu meira á því. Held að kennararnir nenni því bara ekki, meiri vinna fyrir þá að fara yfir öll verkefnin heldur en eitt próf. Skil þá svo sem vel, þannig er mín skólaganga líka, koma sem mestu frá sér með sem minnstri fyrirhöfn :/ Samt ekki alltaf, ekki í því sem er skemmtilegt.

En back to work. Eða Back to school, muniði eftir henni?

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ein í stuði

Búin að skila 3 verkefnum í gær og í dag. Tvö eftir, ætti ég að reyna að klára þau í dag? Byrja svo prófundirbúning á morgun. Ekki seinna vænna. Ef ég næ því er ég komin í frí 15. í staðin fyrir 17. Ohhh love it.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Jólahlaðborð

Siggi frændi hringdi í mig áðan og tjáði mér að það væri komið að hinu árlega fjölskyldujólahlaðborði. Ég held það hafi verið í fyrsta sinn í fyrra, þá komst ég auðvitað ekki með svo ég er að fara í fyrsta sinn. Siggi mundi eftir því fyrr í dag og fyrst það var búið að ákveða að þetta verði árlegt var sko eins gott að hann rankaði ekki seinna við sér því eins og hann sagði, það hefði enginn annar munað eftir því. Það er ekki enn komið í ljós hvar það verður en það kemur í ljós fljótlega. Ég hlakka svo til *ræðmérekkiafkæti*.
En á morgun er jólaföndur með saumó (það er sko ekki FUK, Félag Ungra Kökuunnenda - sem er búið að "föndra"), eða þetta er einn af þremur held ég orðið. Þó þessi nýjasti sé nú ekki mjög aktívur sökum anna hjá flestum nema mér - þá er ég nú heppin að vera í tveimur öðrum. Það verður föndrað hér hjá mér, ég næ alltaf að plata alla til að vera hjá mér svo ég þurfi ekki að fá pössun alltaf. Þó það sé gott að fara út í saumóinn þá er það líka hálf boring að þurfa að passa upp á tímann.

Jebsí pepsí - eða jessí pessí eins og einn ónefndur mundi segja...

mánudagur, desember 06, 2004

Crazy

Allt BRJÁLAÐ að gera þessa dagana!! Próf eftir rúma viku og fjögur verkefni enn óunnin. Er núna að prenta út glærur og kennslubréf í Næringafræði, vildi að ég hefði glósur úr efninu á íslensku. Þoli ekki að lesa á ensku, tekur svo langan tíma að finna út úr öllum þessum orðum. Ef einhver á þær, endilega deilið með mér ;)

Jæja, best að halda þá áfram að læra...