miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Oldies

Greyið þessi. Vonandi var hún búin að rasa nóg út áður en hún hóf barneignir konan. Ætli barnabæturnar skerði eftirlaunin?

Ég var að eignast litla frænku í dag. Systkinabróðir minn hann Veigar var að eignast sína aðra stelpu. Til lykke alle sammen.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Öskudagur

Hver segir að hugmyndafluginu sé ekki fyrir að fara hjá börnum nú til dags. Mín eru búin að ákveða sína búninga fyrir öskudaginn:
Skvísan ætlar að vera síamsþríburi ásamt tveimur vinkonum. Greyið sú sem verður í miðjunni...
Drengurinn kom ekki með síður frumlega hugmynd. Hann vill vera vont ljón með græna vængi. Já þið lásuð rétt - ljón með græna vængi. Við fórum í dótabúðina í dag og keyptum ljónagrímu og svarta vængi. Þeir voru ekki til grænir og ég nennti ekki að verða mér uti um grænt karton eins og ætlunin var. Er samt með nokkra búninga til vara ef hann verður hættur við á morgun.

Farin að sofa, eins gott að vera þolinmóð í fyrramálið að koma krökkunum af stað.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Klöppum fyrir gæjanum...

...sem mætti með smokk á bókasafnið í von um e-ð góðgæti. Hann hefur sennilega verið búinn að reyna matvörubúðina en gefist upp þar.
Og klöppum fyrir drengnum sem tekur myndir af rössum samnemenda sinna.

Verð að benda ykkur á þessa færslu hjá Gumma frænda. Snilld.

En ætli það sé mynd af Gumma að taka mynd af karlmannsrassi á bloggsíðu einhvers annars sem var á bókasafninu á sama tíma?

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Take it away Logi

Er með stillt á Sirkus til að heyra fréttir Stöðvar 2 og mér finnst kynnirinn svo fyndinn hjá þeim. Hann kynnti fréttirnar inn með þessum orðum:
"Það er komið að fréttatíma Stöðvar tvö - take it away Logi."

Ragnhildur er orðin veik greyið. Hún sem aldrei leggst í rúmið. Í gærmorgun kvartaði hún undan hausverk en fór svo í afmæli og við í heimsókn á meðan. Í heimsókninni var ákveðið að fara út að borða á Fridays en sú plön breyttust þegar við komum heim. Ragnhildur komin með 39 stiga hita og voðalega slöpp. Afboðuðum okkur því en fengum þá flugu í höfuðið aðeins seinna að kaupa mat hjá Austurlandahraðlestinni og fá Auði og fjölsk. (sem við ætluðum með á Fridays) til að koma með hann til okkar og borða saman hér í staðin. Nei nei, þau höfðu fengið sömu hugmynd (fyrir utan að koma með matinn til okkar :)) og sátu og hámuðu indverskan mat þegar við hringdum. Djö öfunduðum við þau.

Ragnhildur er enn veik þó það sé ekki að sjá á henni. Heyrist bara þegar hún reynir að hósta, er að drepast í hálsinum greyið. Samt með 38,5 stiga hita. Ég trúði mælinum ekki og lét hana mæla sig aftur. Ég skil ekki hvernig er hægt að vera hress með yfir 38 stig, ég er ekki þannig.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Badminton

Mig langar ennþá í badminton. Þarf að finna út úr því.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Krabbi

Hugmyndaflug leysir vandamál það sem gáfurnar ráða ekki við. Allar flugferðirnar sem hugurinn tekur þig í í dag munu bera meiri árangur er allar þær erindagjarðir sem þú hafðir á dagskrá.

Ég sem hélt ég væri svo gáfuð. Er greinilega bara hugmyndafluggáfuð. Best að fara þá að láta sig dreyma fyrst það á að bera svona mikinn árangur.
Var annars í saumó til 1.30 í nótt og svo hélt vakan áfram e-ð fram eftir, Ragnhildur gat ekki sofið, Hrafn vaknaði kl. 6 (Hjörtur vaknaði svona snemma í vinnuna!!) og ég hélt hann ætlaði aldrei að hætta að tala - o.s.frv. Enda sváfum við börnin næstum því yfir okkur. En allt slapp til.

Badminton

Mig langar í badminton.

föstudagur, febrúar 02, 2007

HM 2007

Þetta var geeeeeeeeeeeeeðveeeeeeeiiiiiiiiikt!!!!!!!!!!! Get ekki lýst þessu einu sinni. Það er helst að maður lýsi danaleiknum með þessu múvi hennar Tinnu (verðið samt að fara mjög aftarlega í viðtalið hans Snorra til að sjá það). Restin af ferðinni var jafn góð og byrjunin. Byrjuðum jú hjá Tinnu og Dadda og fengum konunglegar móttökur eins og venja er á þeim bænum. Keyrðum með þeim niður eftir og hittum restina af genginu. Þau fóru svo uppeftir strax eftir leik en við urðum eftir og sáum leikinn við helv#%$" Rússana... Hjörtur tapaði sér svo í stuðningnum við danina á móti Póverjum - sem kostaði hann röddina.

Óvissuferð var yfirskrift ferðarinnar og á miðvikudaginn var okkur bent á Argentínskt steikhús á Davidstrasse. Leigubílstjórinn varð e-ð skrítinn í fésinu þegar við sögðum honum hvert leið lá en lét sig hafa að koma okkur þangað. Þegar við stigum út úr bílnum spurði ég Hjört hvort það væri eðlilegt að svona margar stelpur stæðu í röð í dúnúlpu, moonboots og bleikum snjóbuxum... þetta voru hórurnar... Örn Ingi gékk um með uppglennt augu og tók myndir. Við fundum aldrei steikhúsið. Höldum að Örn Ingi hafi staðið að baki þessu plotti (eða pabbi hans...). Óvissuferð - ekki spurning.

Erum komin til Horsens núna, Odense á morgun að hitta Gunnþóru og Búdda (ekki boring það...) og svo Ísland á sunnudaginn.