mánudagur, apríl 30, 2007

2 á einum degi!!

Rosalega langar mig í Rolo.

Djöfull er ég að baka Gumma!!

Vá...

Var næstum búin að tapa username-inu mínu inn á bloggið en svo allt í einu klikkaði það inn. Ætlaði að blogga e-ð merkilegt í gær þegar ég komst ekki inn en er búin að gleyma því í dag.
Hjörtur og Ragnhildur komu frá Eyjum í gær eftir afkastamikla ferð. Bæði alveg búin á því :)
Við Hrafn vorum ekki jafn búin á því eftir rólegheitin okkar um helgina. Eða kannski frekar ég en hann samt. Sofnaði t.d. á undan honum og Hjörtur spurði með pirringi í röddinni hversu lengi og seint hann hefði sofið um daginn ;) Stundum langar mann bara að leggja sig með honum og nennir þá ekki að halda honum vakandi :)

Varð bara að setja e-ð smá hingað fyrst ég komst inn...

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Þriggja ára gáfubitar

Hrafn Elísberg á frænku sem hann leikur mikið við. Hún er fædd 4 mánuðum á undan honum og er stelpa - þetta tvennt gefur henni mikið forskot á frændann. Foreldrum hennar finnst hún stundum óþekk en mér finnst hún endalaust fyndin.

Um daginn var hún í heimsókn og þá heyrði ég þetta samtal:
Hún: "Hrafn viltu koma út?"
Hann: "Nei ég vill ekki fara út."
Hún: "Gerðu það komdu út."
Hann: "Nei."
Hún: "Hrafn komdu með mér út eða ég lem þig!"

Þessi saga verður sögð í brúðkaupinu hennar ;)

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Jæja !?

Gat ekki annað en glott að þessu kommenti hjá Gumma hér fyrir neðan... setti nefnilega sams konar komment á hans síðu þegar mér var farið að leiðast blogghringurinn - greinilega ekkert skárri sjálf. Spurning um að skora á Gumma í bloggfjölda næstu vikur?? Eða ekki.

Ég er að drekkja mér í húsamálunum, allar þessar ákvarðanir!! Hélt þær væru ekki alveg svona margar. Ég geng um með stóran hnút í maganum alla daga og reyni að vera í senn praktísk, smart, fylgja eigin stíl, sígild og frumleg. Hvernig er það hægt? Held það sé ekki hægt. Maður þarf á endanum bara að velja eitthvað og standa við það - bíta bara í súra eplið síðar ef svo ber undir.

Yfir í annað.
Hrafn er veikur - eða samt ekki svo veikur en er með hlaupabóluna svo hann fer ekki á leikskólann í þessari viku. Ég var heima hjá honum í gær og í dag. Á morgun tekur Hjörtur við. Þetta er ekkert brjálæðislega skemmtilegt að hanga svona heima. Hvorki mér né Hrafni finnst það. Honum finnst hann allur í götum á maganum, þar sem bólurnar eru orðnar að sárum. En hann er ekkert að klóra eða fikta svo honum virðist ekki líða svo illa með þetta. Er aðallega leiður á hangsinu heima.

En nautalundin var góð. Og páskarnir líka. Óvissuferðin brill og umfa ballið líka.
Gummi, ef þú verður duglegur að blogga verð ég það líka.