fimmtudagur, mars 17, 2005

Crazy veður

Jæja, þá verð ég víst að skrifa svo mamma, Hjörtur og Gunnþóra hafi e-ð að gera.
Það er bara svo óttalega lítið sem ég hef fram að færa þessa dagana. Mig vantar að finna upp á einhverri djúpri, mjög merkilegri pælingu.
Já, ég gæti til dæmis pælt í því hvernig það sé að vera fugl í svona vondu veðri eins og er núna (BRJÁLAÐ). Ætli þeir fljúgi bara á undan veðrinu eða fara þeir í skjól einhversstaðar? Hvar þá? Þeir geta varla flogið í þessu, þeir mundu fjúka. Eða geta þeir farið upp fyrir veðrið? Hversu hátt upp nær veðrið?

Annars varð vonda veðrið til þess að ég gat prófað jeppafærni nýja bílsins... hún var bara ágæt. Svo sem ekki að marka þegar snjórinn er bara ca 2 cm :o). En ég rann a.m.k. ekki neitt, ekki fyrr en hér fyrir utan þegar bíllinn vildi fara í annað stæði en ég ætlaði mér. Bjarki brask hafði miklar áhyggjur af mér og bað mig að fara varlega í þessu veðri, þess þurfi því þessi bíll sé miklu flottari en Toyotan. Í dag lærði ég því að á flottum bílum fer maður varlega (ætli það sé þá í lagi að fara óvarlega á ljótum bílum?)