föstudagur, júní 01, 2007

Ísafold

Nú er allt brjálað út af nýjasta tölublaði Ísafoldar. Ég keypti þetta blað í gær, ætlaði á leiguna en ákvað að splæsa frekar í tímarit. Ég las tvö viðtöl og svo þessa umdeildu grein um Goldfinger. Ljótt er ef satt er það sem þar kemur fram en kemur samt akkúrat ekkert á óvart. Subbuleg myndin af "það er gott að búa í Kópavogi" samt :)
Fyrra viðtalið var svo við Jón Ólafs þar sem hann segir voða fátt merkilegt en hitt við Áslaugu sem á krabbameinsveikt barn. Ég hef fylgst aðeins með henni á blogginu hennar, lesið svona af og til það sem hún skrifar. Viðtalið var voða fínt en jedúddamía hvað það var leiðinlega skrifað. Nú skora ég á ykkur að fara út á bókasafn og lesa þennan hroðbjóð. Glatað samt því ég þurfti að einbeita mér að því að ná innihaldinu því uppsetningin fór svo í taugarnar á mér. Ég hætti nokkrum sinnum og þurfti að beita mig hörku til að halda áfram. Ég er EKKI að setja út að það sem fram kom í viðtalinu, það var blaðamaðurinn sem mér finnst ekki vera á réttri hillu í lífinu. Eða ritstjórinn að hleypa þessu í gegn.
Ok, kannski aðeins of mikið tuð í mér. Ef þið lesið þetta verður það örugglega ekki svona hræðilegt því þið búist við hinu versta. En reynið að búast við hinu besta og lesið svo. Þá skiljið þið mig. Eða sleppið því bara að lesa. Missið ekki af neinu og skoðið frekar bloggið hennar. Það er alltaf undir vinsælustu bloggin á mogganum.

Hreint loft

Til hamingju með daginn við reyklausu. Nú getum við farið að stunda kaffihúsin af viti :)