miðvikudagur, mars 28, 2007

Nautalund

Ég á nautalund sem ég ætla að elda á föstudaginn - hugmyndir?
Er að spá í Bernaise sósu - homemade a´la Bjögga. Voða góð (og óholl... en skiptir það nokkuð máli þegar maður er með gesti?). En þá veit ég ekki hvaða meðlæti ég á að hafa.



Uppskriftir takk.

Já og svo finnst mér Baggalútur yfirleitt fyndinn í þríförunum:

föstudagur, mars 23, 2007

Ófarir annarra

Ég get endalaust hlegið að óförum annarra - eða svona upp að vissu marki. Mér finnst þetta og þetta allavega ótrúlega fyndið :)

mánudagur, mars 19, 2007

Getraun

Skellum okkur í myndagetraun.


Hvaða kirkja er þetta?:

Í verðlaun er mikið klapp og einn öl. En þá þarf líka að koma í heimsókn.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Eirðarleysislækning

Ég er voðalega eirðarlaus þessa dagana og hálf leiðist. Langar í bíó öll kvöld og að vera að gera e-ð voða merkilegt (í mínum heimi er það merkilegt að fara í bíó, þ.e. allt sem heitir að fara út á kvöldin er merkilegt).
Skil ekki þetta eirðarleysi í mér, en til að laga það örlítið plataði ég Berglindi með mér í Kringluna eftir vinnu. Ég ætla að kaupa mér e-ð. Peningaútlát laga nefnilega eirðarleysi. Vel þekkt staðreynd í kvenheimum.

Núna er ég því farin af stað í Kringluna, ætla að kaupa mér skó og e-ð meira. Sjáum til. Hlakka til.

þriðjudagur, mars 13, 2007

27. júní...

...koma mamma og pabbi til Íslands í 2 vikur.
Vííí

föstudagur, mars 02, 2007

...

Ég er nýfarin að komast í gegnum tollinn með tollinn án þess að vera beðin um skilríki. Það er orðið frekar langt síðan ég var beðin um skilríki í ríkinu en þó löngu eftir að ég varð tvítug - svo þessar niðurstöður koma ekkert á óvart, þó ég vilji ekki skrifa þetta á healthy lifestyle:

You Probably Look Younger Than Your Age
You live a healthy lifestyle and know how to take care of yourself.You'll probably have a youthful glow for many years.