mánudagur, febrúar 21, 2005

Martröð

Ég fékk hálfgerða martröð í nótt. Ég var komin til Mallorka og það var allt e-ð vesen, komumst ekki öll með sömu vélinni o.s.frv. Svo þegar við vorum komin á staðin fattaði ég að ég hafði gleymt að undirbúa mig, fórum með svo stuttum fyrirvara. Ég hafði gleymt öllum snyrtivörum, sundfötum á mig og krakkana og ég var ekki búin að RAKA MIG!! Ég dró því Berglindi afsíðis og var að vandræðast með hvernig ég ætti að bregðast við. Þetta var allt hið mesta vandræðamál en sem betur fer vaknaði ég upp við vondan draum í orðsins fyllstu. Eins gott að fara að undirbúa sig!!

föstudagur, febrúar 18, 2005

Strákarnir

Sáuði þegar Strákarnir voru að stýra Röggu Gísla um daginn? Hélt ég mundi æla úr hlátri.

Annars er ég búin að segja mig úr vettvangsnáminu. ákvað að geyma það þangað til á næsta ári þegar Hjörtur er í bænum. Þar var u.þ.b. 10 kílóum létt af mér. Þarf s.s. ekki að fara í ræktina...

mánudagur, febrúar 14, 2005

Viva Mallorka

Haldiði að við séum ekki á leiðinni til Mallorka?? Nánar tiltekið á Viva Mallorka á Alcudia. Jeeeebb, maður er strax kominn með fiðring. Förum með Nonna, Berglindi og sonum og Bjössa og Berglindi Rós. Svona verður maður að bæta sér upp leiðindin yfir að vera sundruð fjölskyldan. En þetta er síðasta eyðsluflippið þangað til við verðum fimmtug, þá förum við að fara í árlegar sólarlandaferðir og skíðaferðir þess á milli.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Komin heim

Það var rosalega gaman í DK, eins og við var að búast. Verst að maður nær aldrei að gera allt og hitta alla svo það verður að bíða betri tíma. Ég hefði t.d. viljað heimsækja mömmu hennar Emiliu og skoða nýja húsið. Hún keypti húsið sem við bjuggum í í Lund. Og Mæju og Helga hefði ég líka viljað hitta, leyfa Ragnhildi og Þóru að hittast. Ég sveik þó ekki búðirnar um heimsókn, þær sakna mín svo agalega.
En nú er ég slöpp að læra því Björg tók krakkana á leik og ég verð að nota tækifærið. Ohhh hvað ég hlakka til þegar þessi veikindatími líður hjá.
Ég á mér þó takmörk í vikunni, fyrir utan að læra og klára áheyrnina, að ná úr mér slappleikanum og kvefinu svo ég geti heimsótt Auði og nýja snúllann hennar og Ýr og hennar snúlla. Maður verður að ná að knúsa þá áður en þeir stækka mikið.