fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Hell yeeeeee

Ég rak augun í það áðan að ég var aftur komin á listann yfir skemmtilega fólkið hjá Auði - svo ég verð víst að standa undir nafni og vera pínu skemmtileg. Já og halda áfram að halda áfram að skrifa hér inn.

Ég ætlaði að skrifa EKKERT um Rockstar - eeeeeeen kannski bara oggu ponku...

Ég bara SKIL EKKI hvernig fólk getur vakað heila nótt til að kjósa! og mætt svo í vinnu daginn eftir. Var samt að fá mjög svo hvetjandi póst og spurning hvort ég reyni næsta þriðjudag. Er hvort eð er að fara til dk á föstudaginn og get sofið þar!!

Pósturinn leit svona út:

Vinsamlega sendið áfram á alla á póstlistanum ykkar !!!!!!!!!!! Virkjum Íslendinga

Magna í úrslit 13. sept.
Sæl verið þið .
Málið er að nú er strákurinn "okkar" búin að vera 2 vikur í röð í einu af 3 neðstu sætunum þrátt fyrir frábæra frammistöðu, og það eru afar miklar líkur á því að verði hann þar 3ju vikuna sé þetta búið hjá honum. Við viljum öll hjálpa honum að komast lengra, helst í úrslitaþáttinn 13. sept. Til að minnka líkurnar á því að hann verði sendur heim í næstu viku, verða allir þeir sem finnst "alveg frábært hvað honum gengur vel" en hafa aldrei gefið honum atkvæði sitt, og með því hjálpað honum, að taka á sig rögg og kjósa hann. Atkvæðagreiðslan fer fram aðfaranótt miðvikudaga á milli klukkan 02- 06 um morguninn. Næst verður kosið aðfaranótt 30. ágúst .
Nú er ekki hægt að búast við að fólk almennt vaki alla nóttina til að kjósa hann, en þeir sem á annaðborð vakna um 6leitið til að fara í vinnu eða skóla, gætu, án þess að leggja mikið á sig, vaknað hálftíma jafnvel klukkutíma fyrr sest við tölvuna sína, á tæknilandinu Íslandi eru allflestir með tölvu og nettengingu, og kosið á http://rockstar.msn.com/ þar er hægt að kjósa eins oft og maður hefur úthald til og kostar ekki neitt. Sérðu í anda íþróttaáhugamenn, sem hefðu tækifæri til að hjálpa landsliðinu í handbolta t.d. sleppa þvílíku tækifæri til að hjálpa þeim áleiðis !!!!!!!!! Nú erum við Íslendingar vön að styðja heilshugar við bakið á okkar fólki sem er að gera það gott á alþjóðavettvangi - svo gott fólk - brettið upp ermar og hjálpið Magna til að komast í úrslitaþáttinn , nú ef það tekst ekki getum við ekki sagt að við höfum ekki reynt !!!!!!!!!!!!
Með baráttukveðjum Magna aðdáandi
Þetta var reyndar aðeins meira impressive í póstinum - feitletranir og svona fínerí sem paste-aðist ekki hér inn, nenni ekki að föndra við það.
En Anna Katrín á afmæli í dag og nú ætla ég að drífa mig í veislu.
Alltílagi ble ble

föstudagur, ágúst 11, 2006

Hvernig væri?

Nú er smá pæling í gangi... ætti ég að endurvekja þessa bloggsíðu?

Datt inn á hana frá síðunni hans Hjartar, var hreinlega búin að gleyma henni. Hef ekkert að gera í vinnunni svo það er athugandi hvort ég ætti að nota dauðan vinnutíma í blogg. Spurning um að búa til verknúmer á það?

How about that?

Best ég setji þá hugsanir dagsins á blað. Er að spá í að mála borðstofuborðið hvítt. Það er orðið svo rosalega ljótt, allt í hitablettum sem ekki er hægt að losna við. Þarf að koma við í málningarbúð á eftir og fá ráðleggingar og í framhaldi af því gera þetta að verkefni helgarinnar.

Að lokum: Ég á alltaf erfitt með að enda svona færslur. Á maður að segja bara "bless" eða á maður ekkert að kveðja? Er ég of kurteis? Finnst eins og það sé dónaskapur að "fara" án þess að kveðja. En í þetta sinn ætla ég ekki að kveðja heldur skilja ykkur, sem þetta lesið, eftir í lausu lofti með pælinguna um bloggfærsluendingar.