fimmtudagur, september 30, 2004

Kárahnjúkar - here I come

Ég er að fara í Kárahnjúkaferð á laugardaginn. Starfsfólk VST er að fara og makar og ég get auðvitað ekki sleppt þessu tækifæri. Hjörtur er að vinna um helgina svo hann kemst líklega ekki með en hann hittir okkur a.m.k. í hreindýrasteik á Hótel Valaskjálf. Kannski myndar maður sér skoðun með eða á móti virkjun eftir þessa ferð?? Ég hef reyndar haft smá skoðun á þessu en ekki mjög sterka...

miðvikudagur, september 22, 2004

Ullum saman

Ég var að "tala" við Hlyn litla frænda á msn-inu áðan. Við vorum með kveikt á webcamerunum en ekkert hljóð. Það var því ekkert hægt að gera nema vinka. Það verður leiðinlegt til lengdar og þá eru það bara grettur. Ég kenndi honum allskonar ósiði, fyrst og fremst að ulla. Þetta þótti honum held ég voða sniðugt en ég get ímyndað mér hvað Íris systir hugsaði á meðan. Hehe, þetta fær hún fyrir að láta mig halda að við værum enn í mömmó þegar þær Hekla voru hættar. Ég var enn að leika litla barnið inni í mínu herbergi á meðan þær voru byrjaðar í nýjum leik í Írisar herbergi.
Nei svo langrækin er ég ekki, þó ég muni enn eftir fílunni sem ég fór í þá. Það er bara svo gaman að grettast á við Hlyn að ég gat ekki stillt mig.

þriðjudagur, september 21, 2004

Hvað er málið

með allan þennan kúk sem Hrafn Elísberg skilar frá sér????? Við erum að tala um þvílíka magnið 2x á dag minnst og ekki bara svona kúkur heldur linur sem makast út um allt. Og svo er hann ekki kyrr nema kannski rétt á meðan maður losar skítugu bleyjuna og þá á eftir að þurfa að vera kyrr á meðan hún er tekin, bossinn þrifinn (sem tekur langan tíma eðli kúksins samkvæmt) og ný bleyja sett á. En í staðin fyrir að vera það veltir hann sér og stendur upp svo allt makast út um allt. Guði sé lof fyrir leðrið á sófanum. Aaarrrrrghhhhh hvað ég er orðin þreytt á þessu. Djöfull vona ég að hann kúki a.m.k. einu sinni á dag á meðan hann er hjá dagmömmunni þegar hann byrjar þar. Það væri ekkert smá næs.
Annars bara allir í góðu skapi (urrr)

miðvikudagur, september 15, 2004

Brauðristin

Nú þarf ég að fá mér nýja brauðrist. Pabbi gleymdi að slökkva á einni hellu í gær eftir að hann sauð eggin sín og ég lagði brauðristina ofan á!! Ég sá stuttu seinna rjúka úr ristinni og hélt auðvitað að það væri brauð að brenna en þá var hún ekki einu sinni í sambandi. Ég henti henni bráðnaðri út á pall og þar er hún enn og verður bara þar þangað til hún fer í tunnuna. Verst að ég veit ekkert hvað ég á að fá mér að borða þegar það getur ekki verið ristað brauð...
Góð reglan hans Hjartar að leggja aldrei neitt á helluborðið, best að framfylgja henni hér eftir.

Er samt nokkuð sátt við að fá nýja brauðrist, þessi var svo svakalega ljót.

þriðjudagur, september 07, 2004

Hmmm

kennaraverkfall...

mánudagur, september 06, 2004

Allt í rúst...

...hér heima. Pabbi er kominn og er að rífa allt út úr baðherberginu og setja nýtt. Ohhh hvað það verður gaman þegar það er búið en ohhh hvað það er leiðinlegt að hafa allt í ryki og drullu inni hjá sér á meðan. Hrafn er settur í larfa til að eyðileggja ekki önnur föt, Ragnhildur fer í bað hjá ömmu sinni (sem er ekki svo slæmt svo sem) o.s.frv.
Ég verð að fara í dag að kaupa skólabækurnar. Ekki seinna vænna að byrja!!

fimmtudagur, september 02, 2004

Finnland here we come - framhald

Jamm eins og Hjörtur sagði var þetta dægrastytting að semja þessa sögu um Finnland. Íris hafði komið þangað nokkrum árum áður og heillast af landinu ef ég man rétt en ég held að Hjörtur hafi ekkert vitað af því. Hún varð voða æst yfir þessu og var búin að ákveða að koma til okkar og vera au pair á meðan við stunduðum námið. Þá fékk Hjörtur held ég móral og sendi þetta bréf:


Hæ Íris pæja....

Við erum eiginlega hætt við Finnland... ho ho
Varst þú nokkuð fojí ??
Ég verð að fara að hætta að ljúga svona að þér... en eins og hún mamma segir alltaf þá eru bara þeir saklausu sem trúa öllu.. svo líka ef ég ætlaði nú e-n tímann að segja þér e-ð sem væri ekki lygi þá efast ég að þú mundir trúa mér....

Mig dreymdi þig í nótt...Þú varst að koma heim og ætlaðir að gista hjá okkur og komst með daniel með þér. Svo veit ég ekki fyrr en ég er að tala við daniel (hundinn ykkar) og ég er að segja e-ð fyndir... og viti menn Danni gjörsamlega trylltist af hlátri og hló og hló og hló.... ég man svo greinilega að hann skellti alveg uppúr og munnurinn á honum opnaðist alveg, og það heyrðist meira að segja venjulegur manna hlátur, ég vissi ekki að Danni fýlaði húmorinn minn... Þetta var alveg magnaður draumur... Í draumnum áttum við Klara líka aðra litla stelpu sem ég man
ekki hvað hét.. og meira að segja mundi ég það ekki í draumnum ..og ég var alveg eyðilagður að muna ekki nafnið á dóttur minni....Já svona getur þetta verið skrýtið....

En nó hard fílings..

Hjörtur Frændi...

miðvikudagur, september 01, 2004

Finnland here we come

Ég verð að taka mér það bessaleyfi að birta þetta bréf sem Hjörtur sendi Írisi 1. febrúar 2000. Íris var að taka til í hotmailinu sínu einhverntíman og sendi mér þetta. Ég var auðvitað búin að gleyma þessu eins og öllu öðru en núna geymi ég þetta í póstinum mínum til að létta mér lund, ég get alltaf hlegið að þessu.


Halló alló lló ló ó.......Íris píris...

Ég hef nákvæmlega ekkert að gera ..ég ætti að vera að hamast við að skrifa ritgerð..en you know Hvað er títt...fílaru að ég og KG erum að hugsa um að flytja til Finnlands... Það er nefnilega svo stór landfræðideild þar og allt er kennt á ensku...Að vísu var ég ekkert svo spenntur við að fara þangað en við vorum að skoða myndir af bænum sem heitir Limannen og hann er ekkert smá flottur , það er ekkert mál að fá húsnæði og það kostar ekki mikið..svo get ég fengið styrk af því að það eru svo fáir sem fara til Finnlands..Svo er það besta...Klara getur tekið eins árs "námskeið" í innanhús arkitektúr....Ég v erð samt að viðurkenna að þetta er soldið fjarlægt en þetta væri alls ekki svo vitlaust, Þetta munar bara svo geðveiku í peningum af því að ég get fengið þennan styrk...Það eru svona fimm tímar til Dan. með ferju og það kostar 3200 á mann og ókeypis f. börn undir 5 ára..Við erum búin að skoða þetta allt.. Áhyggjurnar sem við höfum er að það gæti orðið erfitt að komast inn í þjóðfélagið þarna út af tungumálinu...en allt er
hægt..

Klara er örugglega búin að segja þér frá þessu en þó við vorum bara að skoða þetta í gær og í dag... og ég var að trala við einn kennara minn áðan og hann mælti með Finnlandi, því þar er svo stór og þekkt landfræðideild...

Það væri ekki amalegt fyrir þig að heimsækja okkur til Limannen..Ég veit að vísu ekkert hvort bjórinn þarna sé dýr..en örugglega ódýrari en hér...

Sí jú leider

Hjörtur frændi...



Meira af þessu máli síðar...