fimmtudagur, september 14, 2006

Helgin, átak og handbolti

Nú styttist í helgina - sem er baaara frábært. Annasöm helgi þó - á föstudagskvöld koma Tinna, Daddi og Emelía Ögn í mat og á laugardagskvöldið er veisla hjá Írisi og Sævari. Sem minnir mig á að ég á eftir að kaupa afmælisgjöf handa Sævari.

Margt á -to do- listanum í dag. Þrífa - festa upp klukku, undirbúa föstudagsmatinn, þvo þvotta.

Ég ætlaði að byrja í átaksnámskeiði í gær í stöðinni hér upp frá, en eins og síðustu ár fellur það sennilega niður vegna þátttökuleysis. Ohh pínu svekkt. Það var bara fastur tími einu sinni í viku svo ræður maður sér sjálfur þar fyrir utan. Frekar þægilegt að vera ekki bundin við sömu tímana viku eftir viku, miklu betra að fara þegar það hentar. Það vantar held ég ennþá þrjá upp á að námskeiðið verði haldið svo við vonum bara það besta. En ég var reyndar fegin því að tíminn í gær féll niður því ég var á fundi á sama tíma - stjórnarfundi. Jú látið ekki líða yfir ykkur, hjá stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar. Það var bara gaman. Gaman að takast á við ný verkefni og hugsa um e-ð annað en börnin sín og vinnuna í smá tíma. Hjörtur spurði hvort ég væri gengin af göflunum að taka þetta að mér en ég ákvað samt að slá til og prófa - kominn tími til að stíga aðeins út fyrir þægindasviðið mitt.

Best að taka skrefið út fyrir þægindasviðið til fulls og byrja að þrífa. Góða helgi góðir hálsar.

föstudagur, september 08, 2006

Indversk átveisla

Ég er að fara í kvöld að hitta æskuvinkonurnar og þeirra maka í indverskri stemmningu. Allir koma með rétt með sér - alls konar kræsingar - og svo verður bara sest og etið. Ég er að reyna að tala mig til: Borða hægt og njóta. Svo ég geti smakkað á öllu og verði ekki afvelta.
Ég fer með kryddaðar kartöflur (meðlæti) og svo eftirréttinn - franska súkkulaðiköku með Mars kremi, sérstaklega óskað eftir henni á svæðið. Mmmmmmmmmm

Rosalega finnst mér líka gott að það sé komin helgi. Maður nýtur nú helganna betur þegar maður er að vinna. Væri samt alveg til í að vinna svona þrjá daga í viku. Soldið leiðinlegt að geta aldrei keyrt og sótt á æfingar og þannig.

Sem minnir mig á að það er fyrsta "æfingin" hjá Hrafni í fyrramálið kl. 9 - ætli þetta verði eins og þegar hann var í Leikhöllinni - þá kom svona þrítugsafmælishrina helgi eftir helgi og það var í tísku að hafa afmælin á föstudögum. Við mættum því alltaf frekar sjúskí í leikfimina, sem var orðið frekar vandræðalegt á 4. laugardegi. En nei - nú verður ekkert þannig, bara heilbrigðið uppmálað (hjá Hirti sko, ég ætla að vera heima sofandi) ;)

Ætla að bjarga Mæju. Hrafn er búinn að loka hana inni hjá sér í sturtuklefanum og syngur fyrir hana. Styttist eflaust í að það verður ekki nóg aksjón í söngnum.

fimmtudagur, september 07, 2006

AAAAAAAaaaaaaaaaaaahahhahahahahha

Þetta er bara vangefnislega fyndið!!!

Er ekki búin að standa mig í þessum bloggheimi en ef þetta gefur ekki tilefni til að henda inn einu stykki... hvað þá?!??! Eins og ég væri nú stolt af því að standa á bak við þetta grín þá verð ég að sverja það af mér í þetta sinn Auður mín. Maður getur held ég ekki einu sinni reynt að toppa þetta.

Rock on - en hvernig er það, þarf að kjósa í næstu viku aftur?? Auður fræddu okkur.