mánudagur, janúar 31, 2005

Fjölgar

Það hrúgast niður strákarnir í vinahópinn, tveir bættust við fyrir stuttu. Fyrst voru það Ýr og Gylfi og svo Auður og Jón Viðar. Til lukku þið öll!! Ég er ekki enn búin að sjá krílin en hlakka svooo til. Þeir komu báðir aðeins fyrir tímann, sá fyrri átti að koma 2 vikum á eftir þeim seinni en kom viku fyrr en hann. Sá seinni átti að koma viku seinna en hann kom. Er þetta ekki orðið ágætt orðadæmi?

En nú er crazy að gera í skólanum hjá mér. Later

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Weird?

Sævar tók svona furðufuglapróf og mér fannst ógeðslega fyndið hversu furðulegur hann er, en ég viðist vera furðulegri :-/



What is your weird quotient? Click to find out!



13% are more weird
5% are just as weird
82% are more normal than you!

mánudagur, janúar 24, 2005

Átak

Nú er kominn átakstími, alltaf í byrjun árs ætlar maður að taka sig verulega á. Ég keypti mér leikfimiskó löngu fyrir jól en ákvað að byrja ekki í leikfimi fyrr en eftir jól. Það er ekkert vit í því að byrja í miðri próf- og jólatörn. Maður gefur sér ekki tímann. En núna er s.s. komið eftir jól og þá er eins gott að fara að byrja. Ég rak reyndar augun í svolítið undarlegt, árskortið í stöðinni hér í Mosó kostar 45.000 en ef maður bindur sig í 12 mánuði borgar maður 3.200 á mánuði. Það er s.s. dýrara að staðgreiða kort heldur en að láta draga af kortinu í hverjum mánuði. Ég veit reyndar ekki hvort það er e-ð meira innifalið í þessu árskorti. Þarf að tékka á þessu öllu saman. Kannski byrja ég bara núna þegar Hjörtur kemur í bæinn. Treysti mér ekki núna, er hálf slöpp og drusluleg. Hlýt að hrista þetta af mér á allra næstu dögum.

Annars var ég að pæla í svona fólki sem er að hringja í útvarpið í tíma og ótíma. Oft þegar ég sæki soninn til dagmömmunnar er stillt á Bylgjuna í bílnum. Þá er e-r þáttur sem ég veit ekki hvað heitir en hann fjallar um svona hin og þessi málefni sem eru í umræðunni í það skiptið. Svo biðja þeir fólk að hringja til að segja sér hver þeirra skoðun er. Svona var þetta einmitt á föstudaginn síðasta = bóndadaginn. Þá báðu þeir konur um að hringja og segja þeim hvað þær höfðu gert eða ætluðu að gera fyrir bóndann. Og það var sko alveg merkilegt að hlusta á þetta. Það voru e-r kerlingar að hringja sem jafnvel ætluðu ekkert að gera. Flestar höfðu svipaða sögu að segja, færðu þeim blóm eða gáfu þeim morgunmat í rúmið og bla bla og me me. Ekkert sem neinn hafði áhuga á. Það var reyndar ein sem var með prógram allan daginn, sendandi bóndanum konfekt í kaffitímanum o.s.frv. og mér fannst hún eiginlega sú eina sem hafði e-ð erindi til að hringja (þó ég hefði ekki gert það ef ég hefði gert það sama). Hvað fær fólk til að taka upp tólið og blaðra svona út í bláinn?

Skileddeggi