þriðjudagur, maí 24, 2005

Kona í sumarfríi

Já Gunnþóra, ég ætti að geta bloggað e-ð í sumarfríinu. Liggur við að það sé meira að gera í sumarfríi en skólanum. Er búin að fá eina einkunn, 9 í Neytendafræði og umhverfisvernd. Ég var líka að skrá mig í fögin fyrir næsta ár og fer m.a. í táknmál. Loksins fékk ég e-ð sem mig langaði í. Veit samt ekki hvernig fyrirkomulagið verður svona í fjarnámi... skil það ekki alveg.

Ég horfði á fréttir í gær, sjaldan að maður hefur tíma til þess. En ekkert um það að segja nema veðurfréttir. Það á að fara hlýnandi á fimmtudaginn og gæti meira að segja farið upp í 10 stig fyrir norðan!! Það þóttu góðar fréttir, sem segir ýmislegt um kuldann sem hefur verið hér upp á síðkastið. Brrrr. En það styttist í sólina.

Jæja, ætla að finna dýrin fyrir Hrafn Elísberg svo hann geti dundað við bóndagarðinn.

mánudagur, maí 09, 2005

Sumarfrí

Jæja, þá er ég loksins komin í langþráð sumarfrí. Var að henda inn síðasta verkefninu, nokkrum dögum á eftir áætlun, en skítt með það - það er farið.

Þá ætla ég að fara að sofa...