mánudagur, nóvember 29, 2004

Nikoline

Keypti Nikoline appelsín í Nóatúni í gær. Mmmm, "Mere frugt, mindre sukker, ingen farvestoffer". Mæli meððí.

Stjörnuspáin mín segir þetta í dag:
Þú ert fullur vonar og trúar í dag, krabbi. Það er góð tilfinning, þú ert viss um að allt verði í lagi og treystir því sem sagt er við þig. Farðu samt varlega í fasteignaviðskiptum.

Eins gott að ég sá ekkert spennandi á fasteignavefnum í dag!!

föstudagur, nóvember 26, 2004

Stuttgart

Vildi að ég væri þar núna. Mamma er hjá Írisi fjölskyldu og ætli þær kíki ekki á jólamarkaði á morgun. Sennilega fer Sævar með til að segja sitt álit á krukkum og krúsum sem verða skoðaðar... Veit hann hefur svo gaman að því.

Annars var Idolið að klárast og það var engin spurning um hverjir færu áfram. Ég missti auðvitað af síðasta þætti svo ég veit ekki hvort það var meiri samkeppni þá en það hlýtur að vera valið í þessa átta manna hópa þannig að það séu ekki t.d. 4 áberandi sterkir saman í hóp. Þessar voru bara þær einu sem komu til greina.

Ætla að kíkja á Memento...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Lion sleeps tonight

Þessir eru bara frekar sætir

Vinna upp

Nú er ég að vinna upp önnina í skólanum. Var að skila einu verkefni og er að byrja á öðru. Fyrst verður maður aðeins að kíkja á netið auðvitað.
Ég keypti, aldrei þessu vant, DV í gær því ég varð auðvitað að vita hvert í Mosfellsbæinn perrinn flutti. Ekki laust við að maður andi léttar þegar maður veit að hann er ekki hér í götunni. Maður verður jú fyrst og fremst að hugsa um sín börn og treysta því að hinir foreldrarnir hugsi um þeirra. En ég bara nenni ekki einu sinni að segja hvað mér finnst um svona #%&#$"%& pakk. Hugsið ykkur hversu veikt fólk er sem hefur viðurkennt að hafa misnotað börn og kaupir sér svo hús við hliðina á leikvelli!!! Ohhhh verð bara pirruð.
En það þýðir ekki að pirra sig á þessu, bara að hafa augun opin. Já og kannski kaupa sér vúdúdúkku?
Á morgun ætlum við FUK stelpur að búa til aðventukrans eða annað jólaskraut. Ég veit ekki hvað ég á að bjóða þeim upp á, ætla að hafa það e-ð sem krefst ekki mikils undirbúnings... alltaf söm við mig ;)
Hjörtur sendi mér póst í gær um vorferð VST til Póllands. Stefnan er auðvitað tekin þangað, hver vill passa?? Ég bara verð að fara og kaupa mér stell :)

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Fúlt

Ég skrifaði hér um daginn laaaanga færslu m.a. um Ný dönsk tónleikana. Svo þegar ég ætlaði að vista þá bara hvarf allt. Og þá nennir maður ekki að skrifa allt aftur, dottin úr stuði. Ég verð samt að hysja upp um mig og byrja.
Ég er að byrja að komast í jólaskap. Fyrsti jóladiskurinn var settur í græjuna á sunnudaginn. Not so boring það. Og svo til að kóróna allt kom þessi líka fallegi jólasnjór í gær - og er enn!! Ég er að hugsa um að fá Hjört í að setja jólaseríu úti um helgina, ég verð að geta kveikt á jólaljósum fyrstu aðventuhelgina. Við Ragnhildur bökum örugglega smákökur eða föndrum og það verður að vera pínu jóló þegar kveikt er á fyrsta aðventukertinu.
Ég þarf að biðja Hjört að kenna mér að setja myndir hér inn... jebbs

mánudagur, nóvember 01, 2004

Ekki segja frá

Ég var að klára að lesa bókina Ekki segja frá. Hún er um stelpu sem er beitt kynferðisofbeldi af bróður sínum þegar hún er lítil. Það byrjar þegar hún er 7 ára, á 7 ára afmælisdaginn. Bókin fjallar svo um líf hennar í framhaldi af því og það er ýmislegt sem hún má þola greyið stelpan. Sögupersónan er tæplega tvítug held ég þegar bókin klárast og þá er hún búin að upplifa meira en nóg fyrir heila mannsævi, ef ekki tvær til þrjár.
Mér er búið að vera illt í maganum síðan ég lagði bókina frá mér. Ég skil bara ekki hvað er í gangi í hausnum á gerendunum. Hvað fær þá til að langa til að gera þetta? Hvernig geta þeir svo horft framan í þolandann og neitað að hafa nokkurn tíman komið nálægt honum? Ok, veit þeir eru geðveikir en kommon!! Er ekki hægt að útrýma þessari geðveiki? Ég myndi setja það í forgang ef ég væri Kári.
Ég mæli með þessari bók, hún fjallar ekki bara um kynferðisofbeldi heldur líka heimilisofbeldi og ferlið þegar ákveðið er að kæra. Mæli líka með að þið skoðið þetta hér og leggið ykkar af mörkum. Fræðum börnin okkar og ræðum þessi mál opinskátt. Við fengum bók í ungbarnaeftirlitnu með Ragnhildi sem heitir Þetta er líkaminn minn. Mæli með henni, góð til að koma umræðunni af stað. Örugglega hægt að fá hana á heilsugæslustöðvum.

Ciao