fimmtudagur, maí 27, 2004

Komin dagsetning...

...á heimferðina. Búin að panta miða fyrir okkur öll 7. júlí með flugi frá Billund. Ohhh það er svo ljúft að þurfa ekki að fara til Köben. Fyrir utan að þetta er miklu ódýrara fyrir okkur. Eini gallinn er að það er farið í loftið á miðnætti :(
En það er ekki á allt kosið.

Útungunarvél

Ég sá þátt í gær um breska 42 ára 15 barna móður!! Elsta var held ég 25 ára og yngsta 6 mánaða. Svo á hún tvö barnabörn sem hún passar á dagin. Við morgunverðarborðið klárast einn kornflekspakki, 3 lítrar af mjólk og heilt brauð og svo auðvitað e-ð meira álegg og þannig... og þetta er bara morgunverðurinn!! Ég man nú ekki hvernig vikumatseðillinn leit út en hann var langur. Á sumrin fara þau í frí, þá er leigð rúta og lesið upp í hvert sinn sem öllum er smalað upp í rútuna. Ef einhver á afmæli leigja þau sér litla rútu til að fara e-ð öll saman og einmitt alltaf nafnakall... frekar fyndið. Húsmóðirin þvær 9 vélar á dag, fyrir utan þegar þau tvö elstu taka til í herbergjunum sínum, þá verða þær 12-13 (rosalega er þá mikið af óhreinum fötum á gólfinu hjá þeim...). Mig langar sko ekki að eignast 15 börn. Það sama sögðu mörg barnanna, fyrir utan einn strák sem er ca 13 ára, hann vill eignast 10. Hann gengur sennilega ekki út eftir að þetta var sýnt í Bretlandi. En ég gat ekki annað en dáðst að konunni sem nýtur hverrar mínútu að sinna dagsverkunum. Ótrúlegt...

miðvikudagur, maí 26, 2004

Mömmuklúbbur

Í dag er mömmuklúbbur hjá mér. Er í mömmuklúbb með íslenskum stelpum í Horsens sem eignuðust börn á síðasta ári. Ég hef nú sjaldnast komist af því Ragnhildur er alltaf búin í skólanum á sama tíma og klúbburinn er að byrja og hún er hætt að vilja fara í skóladagheimilið. Hún þarf nú samt einstaka sinnum að fara, kannski einu sinni á tveggja vikna fresti. Hún vill samt frekar koma heim kl. 2. Ég þyrfti eiginlega bara alltaf að halda hann svo ég kæmist. En núna er Hjörtur að skila verkefninu sínu á morgun eða hinn svo þá getur hann sennilega komið heim fyrir 2 annan hvern miðvikudag. Sem eru samt ekki margir þangað til við förum heim :/ Vá hvað það er stutt í það...

En ég s.s. þarf að fara að skúra, skrúbba og bóna áður en börnin fara að skríða um skítugu gólfin mín...

Blets

föstudagur, maí 21, 2004

Það er búið að breyta þessu bloggi síðan um jólin, komin fleiri templates og kommentakerfi og örugglega e-ð fleira. Ég þarf því enga hjálp við kommentakerfið.

Hmmm ég er of sein að tala um brúðkaupið, of sein að tala um júró svo ég bíð spennt eftir næsta atburði og kem þá sterk inn. Ég get líka reynt að mynda mér skoðun á hinu og þessu s.s. fjölmiðlafrumvarpinu... fjarveru forsetans í brúðkaupi aldarinnar (svo ég haldi mig á dönsku línunni) sem Davíð þóttist þykja mikið mál o.s.frv. en ég ætla ekkert að standa í því.

ble ble

Er búin í sturtu en ég þarf að finna upp hvernig maður setur svona kommentakerfi ef einhver gæti kannski hjálpað mér.