Afmælisdrengur

Hrafn Elísberg er loksins orðinn þriggja!! Hann var vakinn í morgun með afmælissöngnum og tveimur pökkum og leit þá nokkurns konar svona út. Voða þreyttur. En jafn glaður þegar hann sá hvað var í gangi.
Hann opnaði pakkana og í þeim fyrri, frá Ragnhildi, var bók og geisladiskur. Í þeim seinni, frá okkur öllum, var geislaspilari með míkrófónum. Hann getur því tekið nokkrar aríur þegar hann kemur heim af leikskólanum.
Það var óvenju átakalítið að koma honum í leikskóann því hann var sífellt minntur á hvað beið hans, jú afmælisveislan með tilheyrandi kórónu og fíneríi. Hann gaf sér samt smá tíma á síðustu metrunum til að púsla. Hann fékk púsl frá Emil Gauta og Gústafi Bjarna um daginn og fékk svona líka púsluæði. Sem við foreldrarnir erum mjög ánægð með - loksins fann hann sér e-ð annað til dundurs en að sparka í bolta!
Ég sit annars hér í vinnunni, umkringd jólagjöfinni í ár - ostakörfur í tugatali og þið getið ímyndað ykkur ilminn!! Þetta var svona í gær líka og jesús minn - hausverkurinn!! Enda hætti ég aðeins fyrr, gat ekki meir. Ógeð. Veit ekki hvort ég hef lyst á að borða þetta þegar að því kemur. Verð allavega að geyma það í nokkra daga.
Læt svo aðra mynd fylgja af afmælisbarninu sem lýsir honum betur en myndin að ofan.
